Hannes hættir sem forstjóri Air Atlanta Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Hannes Hilmarsson. Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28