Hannes hættir sem forstjóri Air Atlanta Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Hannes Hilmarsson. Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Hannes Hilmarsson lætur af störfum sem forstjóri flugfélagsins Air Atlanta um áramótin. Hann tekur við sem stjórnarformaður Air Atlanta og forstjóri Northern Lights Leasing, systurfélags Air Atlanta sem heldur utan um flugvélaflotann, til þess að móta stefnu um endurnýjun flotans. Hannes, sem hefur gegnt stöðu forstjóra Air Atlanta síðustu tólf ár, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið en breytingar á yfirstjórn flugfélagsins voru kynntar starfsmönnum í gær. Baldvin Már Hermannsson tekur við keflinu af Hannesi og verður forstjóri Air Atlanta en hann hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins í tíu ár. Sigurður Magnús Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann snýr aftur til Air Atlanta eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air. Þá lætur Stefán Eyjólfsson af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og tekur við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Northern Lights Leasing. Hannes segir að kaflaskil séu í uppbyggingu Air Atlanta. „Stóra myndin er að reksturinn er á mjög góðum stað en fram undan er nýr kafli sem felur í sér að eigendur og æðstu stjórnendur leggi meiri áherslu á uppbygginguna en yngri stjórnendur taki við daglegum rekstri,“ segir hann. „Sem stjórnarformaður mun ég áfram hafa yfirsýn yfir reksturinn en áherslurnar færast yfir í að móta stefnu um flugvélaflotann.“ Í flugvélaflotanum eru tólf Boeing 747-400-vélar og ein Airbus-340-300-vél sem félagið rekur fyrir hönd Air Madagascar en sem áður segir er flotinn undir hatti systurfélagsins Northern Lights Leasing. Hannes segir að nýr kafli feli í sér endurnýjun flotans á komandi árum. „Það er ekki aðkallandi að endurnýja flotann á þessu ári eða því næsta en við erum að horfa til þess að frá og með árinu 2020 byrji nýrri flugvélagerðir smám saman að koma í stað Boeing 747-vélanna. Endurnýjun á þessum skala krefst mikillar skipulagningar og fjárfestingar,“ segir Hannes.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27 Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga kæra Air Atlanta Samtökin telja að flugfélagið hafi mátt ætla að þjónusta þess bryti í bága við skuldbindingar Íslands og íslensk lög. 2. mars 2018 13:27
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent