Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður fylgjast náið með gangi mála hjá Ousmane Dembele hjá Barcelona en útlit er fyrir að þessi 21 árs gamli Frakki gæti verið á förum frá spænska stórveldinu.
Barcelona borgaði Borussia Dortmund meira en 100 milljónir evra fyrir Dembele í ágúst 2017 en hann hefur átt erfitt með að festa sig í sessi í firnasterku byrjunarliði Barcelona.
Hann hefur skorað 3 mörk í 10 leikjum í La Liga í vetur, þar af 7 byrjunarliðsleikjum, en þarf oft að verma tréverkið í stærri verkefnum Barcelona.
Klopp reyndi að fá Dembele frá Dortmund en Liverpool mátti sín lítils í samkeppninni við Barcelona. Nú gæti hins vegar verið möguleiki fyrir Liverpool að fá Dembele frá Barcelona.
Klopp vill fá Dembele frá Barcelona
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
