Forstjóri Marels segir að þeir sem tapi mest á krónunni þurfi að leiða umræðuna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2018 12:45 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði. Íslenska krónan Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að þeir sem hafi helst hagsmuna að gæta vegna krónunnar, heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki, þurfi að leiða umræðu um gjaldmiðils- og peningamál því það sé dýrast fyrir þessa hópa að halda í krónuna. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum, þar af 650 starfsmenn á Íslandi. Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels hefur í gegnum árin látið sig umræðu um gjaldmiðils- og peningamál varða. Krónan skiptir hins vegar mjög litlu máli í rekstri Marels í dag enda kemur aðeins eitt prósent af tekjum félagsins frá Íslandi.Dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning „Það er ljóst ef við förum í skoðanakannanir og þess háttar að þá vill meirihluti heimila í landinu og meirihluti smærri fyrirtækja halda í krónuna. Hins vegar er það að mínu mati dýrast fyrir smærri fyrirtæki og almenning í landinu að halda í krónuna. Það gerist ansi leiðigjarnt að þeir sem eru að reka alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi séu ávallt að tala um íslensku krónuna og að við þurfum að breyta henni. Mér finnst að þeir sem hafa mesta hagsmuni af því að fá lægri viðskiptakostnað, lægri vaxtakostnað, hafa mynt þannig að þú getir gert þín útflutningsplön en lítil íslensk iðnfyrirtæki geta varla hafið útrás í dag því óstöðugleikinn í krónunni gagnvart erlendum myntum er töluverður, að þeir hópar ættu fremur að berjast fyrir því heldur en að við, forkólfar í alþjóðlegum fyrirtækjum hér á Íslandi, séum ávallt að skipta okkur af innankrónikumálum í rauninni. Hins vegar er það mín skoðun að kostnaður við myntkerfið er allt of mikill sem sést kannski best í því að almenningur er að borga þrisvar sinnum sína íbúð í vaxtakostnað á meðan þú ert að borga einum og hálfu sinni íbúðina í vaxtakostnað í Svíþjóð, sem dæmi,“ segir Árni Oddur. Vaxtaumhverfið í Svíþjóð er líkt því sem þekkist á evrusvæðinu þótt Svíar séu ekki í myntsamstarfinu um evruna. Þeir reka sjálfstæða peningastefnu með sænskri krónu, flotgengi og verðbólgumarkmiði.
Íslenska krónan Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira