Ótrúleg endurkoma Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez hefur verið sjóðheitur og stoppaði ekkert í kvöld.
Suarez hefur verið sjóðheitur og stoppaði ekkert í kvöld. vísir/getty
Barcelona vann ævintýralegan sigur á Rayo Vallecano í kvöld 3-2 eftir að hafa verið 2-1 undir er þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Luis Suarez kom Börsungum yfir á tíundu mínútu en Jose Pozo jafnaði metin fyrir heimamenn í Rayo á 35. mínútu.

Rayo komst yfr á 57. mínútu með marki Alvaro Garcia og allt stefndi í að þeir væru að innbyrða risa stór stig gegn stórliði Barcelona.

Það gerðist þó ekki. Ousmane Dembele jafnaði metin á 87. mínútu og í uppbótartíma skoraði Luis Suarez annað mark sitt og þriðja mark Börsunga. Ævintýralegur sigur.

Barcelona er því á toppnum með 24 stig og er með fjögurra marka forskot á Atletico Madrid. Deportivo getur þó minnkað forskotið í eitt stig með sigri á Eibar á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira