Góðar fréttir fyrir Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 Það ræðst hver fer með völdin í bandaríska þinghúsinu í kosningunum sem fara fram á þriðjudag. Vísir/Getty Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43
Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00