Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 "Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Vísir/AP „Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
„Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38