Skar af sér höndina til að fá hlutverk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 09:49 Latourette hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Better Call Saul. Facebook Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Kvikmyndaiðnaðurinn leit mig augljóslega öðrum augum. Ég var öðruvísi og þeim líkaði það,“ sagði Latourette við fréttamiðilinn KOB4 frá New Mexico-fylki. Þá segist leikarinn hafa þjáðst af geðhvarfasýki þegar hann ákvað að skera af sér höndina og brenna fyrir sárið sem fylgdi. „Ég skar höndina af með vélsög. Ég var í sturluðu hugarástandi.“ Latourette hefur farið með þó nokkur hlutverk á síðustu árum en hann hefur til að mynda leikið í þáttunum Better Call Saul og kvikmyndinni The Men Who Stare at Goats.Lygi sem erfitt var að lifa meðLatouretta hefur nú ákveðið að opna sig um málið og segist meðvitaður um að hann hafi landað hlutverkum sínum vegna þess að hann laug því að hafa misst handlegginn í stríði. Það sé lygi sem erfitt hafi verið að lifa með. „Ég var óheiðarlegur. Ég er að binda endi á ferilinn minn með því að stíga fram, ef einhver heldur að ég geri það fyrir persónulegan ávinning þá er það rangt.“ Latourette sagðist að lokum ekki gera ráð fyrir fyrirgefningu af neinu tagi, heldur sagðist hann vona að saga hans gæti hjálpað öðrum sem glíma við geðrænar áskoranir. Bíó og sjónvarp Erlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Kvikmyndaiðnaðurinn leit mig augljóslega öðrum augum. Ég var öðruvísi og þeim líkaði það,“ sagði Latourette við fréttamiðilinn KOB4 frá New Mexico-fylki. Þá segist leikarinn hafa þjáðst af geðhvarfasýki þegar hann ákvað að skera af sér höndina og brenna fyrir sárið sem fylgdi. „Ég skar höndina af með vélsög. Ég var í sturluðu hugarástandi.“ Latourette hefur farið með þó nokkur hlutverk á síðustu árum en hann hefur til að mynda leikið í þáttunum Better Call Saul og kvikmyndinni The Men Who Stare at Goats.Lygi sem erfitt var að lifa meðLatouretta hefur nú ákveðið að opna sig um málið og segist meðvitaður um að hann hafi landað hlutverkum sínum vegna þess að hann laug því að hafa misst handlegginn í stríði. Það sé lygi sem erfitt hafi verið að lifa með. „Ég var óheiðarlegur. Ég er að binda endi á ferilinn minn með því að stíga fram, ef einhver heldur að ég geri það fyrir persónulegan ávinning þá er það rangt.“ Latourette sagðist að lokum ekki gera ráð fyrir fyrirgefningu af neinu tagi, heldur sagðist hann vona að saga hans gæti hjálpað öðrum sem glíma við geðrænar áskoranir.
Bíó og sjónvarp Erlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira