Hafna áframhaldandi afnámi réttinda starfsmanna NPA Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Um áramót renna út bráðabirgðalög um afnám lágmarksréttinda starfsfólks sem sinnir NPA. Fréttablaðið/Anton Brink Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira