Slegið á putta vélstjóra og málmtæknimanna Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Heimaey VE. Fréttablaðið/Eyþór VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar VE-1, Álseyjar VE-2 og Sigurðar VE-15 um að segja upp samningi um skiptaverð við Ísfélag Vestmannaeyja. Samningar milli aðila sigldu svo í strand í september og í kjölfarið var deilan send úrskurðarnefndinni. „Hugmyndir sjómannanna, eða öllu heldur sjómannaforystunnar, voru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir útgerðina,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Verðið var hærra en algengast er á mörkuðum. Það var alveg ljóst þegar við settumst niður með sjómönnum að þá fengu þeir aðstoð sjómannaforystunnar. Tilboðið kom frá sjómannaforystunni til okkar og það var ekki grundvöllur fyrir að hægt væri að semja. Ég hefði viljað semja og allir aðilar vilja frekar semja en fá úrskurð. Nú er verkefnið að setjast niður og finna leið til að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“ „Þegar litið er til þess hlutverks sem heildarsamtök sjómanna og útvegsmanna hafa í kjarasamningum og lögum og lýst er hér að ofan verða allir sem koma að máli að virða það heildarfyrirkomulag sem þar er gert ráð fyrir,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Því hafi VM, stéttarfélag skipverjanna, ekki mátt samkvæmt lögunum hlutast til um samningagerð skjólstæðinga sinna við útgerðina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar VE-1, Álseyjar VE-2 og Sigurðar VE-15 um að segja upp samningi um skiptaverð við Ísfélag Vestmannaeyja. Samningar milli aðila sigldu svo í strand í september og í kjölfarið var deilan send úrskurðarnefndinni. „Hugmyndir sjómannanna, eða öllu heldur sjómannaforystunnar, voru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir útgerðina,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Verðið var hærra en algengast er á mörkuðum. Það var alveg ljóst þegar við settumst niður með sjómönnum að þá fengu þeir aðstoð sjómannaforystunnar. Tilboðið kom frá sjómannaforystunni til okkar og það var ekki grundvöllur fyrir að hægt væri að semja. Ég hefði viljað semja og allir aðilar vilja frekar semja en fá úrskurð. Nú er verkefnið að setjast niður og finna leið til að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“ „Þegar litið er til þess hlutverks sem heildarsamtök sjómanna og útvegsmanna hafa í kjarasamningum og lögum og lýst er hér að ofan verða allir sem koma að máli að virða það heildarfyrirkomulag sem þar er gert ráð fyrir,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Því hafi VM, stéttarfélag skipverjanna, ekki mátt samkvæmt lögunum hlutast til um samningagerð skjólstæðinga sinna við útgerðina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira