Slegið á putta vélstjóra og málmtæknimanna Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Heimaey VE. Fréttablaðið/Eyþór VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar VE-1, Álseyjar VE-2 og Sigurðar VE-15 um að segja upp samningi um skiptaverð við Ísfélag Vestmannaeyja. Samningar milli aðila sigldu svo í strand í september og í kjölfarið var deilan send úrskurðarnefndinni. „Hugmyndir sjómannanna, eða öllu heldur sjómannaforystunnar, voru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir útgerðina,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Verðið var hærra en algengast er á mörkuðum. Það var alveg ljóst þegar við settumst niður með sjómönnum að þá fengu þeir aðstoð sjómannaforystunnar. Tilboðið kom frá sjómannaforystunni til okkar og það var ekki grundvöllur fyrir að hægt væri að semja. Ég hefði viljað semja og allir aðilar vilja frekar semja en fá úrskurð. Nú er verkefnið að setjast niður og finna leið til að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“ „Þegar litið er til þess hlutverks sem heildarsamtök sjómanna og útvegsmanna hafa í kjarasamningum og lögum og lýst er hér að ofan verða allir sem koma að máli að virða það heildarfyrirkomulag sem þar er gert ráð fyrir,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Því hafi VM, stéttarfélag skipverjanna, ekki mátt samkvæmt lögunum hlutast til um samningagerð skjólstæðinga sinna við útgerðina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, er skammað í úrskurði úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í máli þriggja útgerða gegn Ísfélagi Vestmannaeyja. Telur úrskurðarnefndin að með beinum afskiptum af samningagerð áhafnar og útgerðar hafi VM raskað því fyrirkomulagi sem eigi að vinna eftir í málum sem þessum. Í ágúst síðastliðnum fór fram atkvæðagreiðsla meðal skipverja Heimaeyjar VE-1, Álseyjar VE-2 og Sigurðar VE-15 um að segja upp samningi um skiptaverð við Ísfélag Vestmannaeyja. Samningar milli aðila sigldu svo í strand í september og í kjölfarið var deilan send úrskurðarnefndinni. „Hugmyndir sjómannanna, eða öllu heldur sjómannaforystunnar, voru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir útgerðina,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Verðið var hærra en algengast er á mörkuðum. Það var alveg ljóst þegar við settumst niður með sjómönnum að þá fengu þeir aðstoð sjómannaforystunnar. Tilboðið kom frá sjómannaforystunni til okkar og það var ekki grundvöllur fyrir að hægt væri að semja. Ég hefði viljað semja og allir aðilar vilja frekar semja en fá úrskurð. Nú er verkefnið að setjast niður og finna leið til að ná sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“ „Þegar litið er til þess hlutverks sem heildarsamtök sjómanna og útvegsmanna hafa í kjarasamningum og lögum og lýst er hér að ofan verða allir sem koma að máli að virða það heildarfyrirkomulag sem þar er gert ráð fyrir,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Því hafi VM, stéttarfélag skipverjanna, ekki mátt samkvæmt lögunum hlutast til um samningagerð skjólstæðinga sinna við útgerðina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira