Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 06:45 Næstu skref verður ákveðin þegar olían er farin úr skipinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Illa gekk að dæla olíu úr norska sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Dæling hófst síðdegis í gær en var hætt skömmu síðar þegar í ljós kom að tækin réðu ekki við verkið. Vonast er til að öll olía verði komin úr skipinu í dag en það er háð veðurskilyrðum. Skipið rak upp í hafnargarðinn eftir að hafa lent öfugum megin við hafnarmunnann. Skipið var á leið með sement í Helguvík og átti síðan að halda áfram til Akureyrar. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG), bjargaði fjórtán skipverjum þá um nóttina. Skipið liggur enn ósnert á strandstað en talið er að gat sé komið á skrokk þess og sjór flæði inn í það. Þá hefur lítið magn olíu lekið út í sjó frá skipinu. Áætlað er að um hundrað tonn af olíu séu í skipinu og hefur verið ákveðið að ná henni úr skipinu áður en frekari björgunaraðgerðir hefjast. „Losun eldsneytis úr skipinu gekk mun hægar en vonir okkar stóðu til. Því var ákveðið að senda mannskapinn í hvíld inn á hótel, nýta nóttina til að útvega öflugri tæki og hefjast handa þegar dagar. Það er góð veðurspá og við vonumst til að tæma skipið í dag,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Skömmu eftir að dæling hófst í gær kom í ljós að dælurnar voru ekki nógu öflugar til verksins. Ástæðan fyrir því er hæðarmunur. Dælurnar liggja uppi á landi en Fjordvik nokkru lægra. „Kafarar munu kíkja og skoða skipið þegar dagur rennur upp. Þegar búið er að dæla olíunni af skipinu og meta stöðuna af köfurum þá verða teknar ákvarðanir um framhaldið. Næsti fundur um framgang mála er nú í hádeginu og þá vitum við betur hvernig staðan er og hvað skal til bragðs taka,“ segir Kjartan. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa LHG, kom gæslan að málum í fyrsta lagi við björgun skipverja. Varðskipin Þór og Týr voru á vettvangi um helgina en Týr fór á brott í gær. Þá flaug TF-SÝN yfir strandstað í gær til að skoða stöðu mála og kanna umfang olíulekans. „Þór verður áfram á svæðinu til halds og trausts og til að skipið geti brugðist snöggt við ef óskað verður eftir aðstoð hans,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent