Hrútarnir loksins felldir | Brady hafði betur gegn Rodgers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Brees skólaði Hrútana til í gær en hans lið er nú búið að vinna sjö leiki í röð. vísir/getty Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira