Hrútarnir loksins felldir | Brady hafði betur gegn Rodgers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Brees skólaði Hrútana til í gær en hans lið er nú búið að vinna sjö leiki í röð. vísir/getty Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira
Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira