Hrútarnir loksins felldir | Brady hafði betur gegn Rodgers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Brees skólaði Hrútana til í gær en hans lið er nú búið að vinna sjö leiki í röð. vísir/getty Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira
Drew Brees og félagar í New Orleans Saints voru í gær fyrsta liðið til þess að vinna LA Rams. Leikur liðanna var stórkostleg skemmtun þar sem skoruð voru 80 stig. Rams var eina ósigraða liðið í deildinni fyrir tímabilið en það var vitað að þessi leikur yrði stærsta próf liðsins í vetur enda Dýrlingarnir á mikilli siglingu. Fyrri hálfleikur var magnaður. Liðin skoruðu úr fyrstu sóknum sínum. Svo fóru Hrútarnir að misstíga sig á meðan allar sóknir Saints enduðu með snertimarki. Staðan 35-17 í hálfleik. Ekkert lið hafði náð að skora 35 stig gegn Rams í vetur en Saints gerði það í fyrri hálfleik. Með bakið upp við vegginn bitu Hrútarnir frá sér í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna 35-35 en þá tók Brees aftur við stjórnartaumunum og sigldi sigrinum heim. Sjöundi sigurleikur Saints í röð. Brees kláraði 25 af 36 sendingum sínum fyrir 346 jördum og 4 snertimörkum. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, skilaði sínu með 390 jördum og 3 snertimörkum.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Goðsagnirnar Brady og Rodgers þakka hvor öðrum fyrir leikinn.vísir/gettyTveir af bestu leikstjórnendum í sögu deildarinnar, Tom Brady og Aaron Rodgers, mættust í næturleiknum en Green Bay sótti New England. Þetta var mjög líklega í síðasta sinn sem þeir mætast á vellinum. Brady hafði betur í leiknum. Jafnt var á komið með liðunum fyrir lokaleikhlutann, 17-17. Þá fór Packers að gera mistök en Patriots dró fram ásana sína. Meðal annars átti Julian Edelman útherji flotta lykilsendingu. Fjórði leikhlutinn var eign Patritos sem vann sinn sjöunda leik í vetyr en Packers er 3-4-1. Brady með 294 jarda og 1 snertimark. Rodgers með 259 jarda og 2 snertimörk.Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.Úrslit: New England-Green Bay 31-17 Baltimore-Pittsburgh 16-23 Buffalo-Chicago 9-41 Carolina-Tampa Bay 42-28 Cleveland-Kansas City 21-37 Miami-NY Jets 13-6 Minnesota-Detroit 24-9 Washington-Atlanta 14-38 Denver-Houston 17-19 LA Chargers-Seattle 25-17 New Orleans-LA Rams 45-35Í nótt: Dallas - TennesseeStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Sjá meira