Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2018 09:50 Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Getty/HieronymusUkkel Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. „Flóttinn er á enda,“ sagði ríkissaksóknari í Danmörku á Twitter í morgun, og vísaði þar í mál hinnar 64 ára Brittu Nielsen. Konan var handtekin í íbúð í suður-afrísku stórborginni og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Dönsk yfirvöld vilja fá hana framselda til Danmerkur eins fljótt og auðið er.Fengu fyrst ábendingar 2012 Konan starfaði um fjögurra áratuga skeið í danska barna- og félagsmálaráðuneytinu og er grunuð um að hafa svikið gríðarlegar upphæðir úr úr sjóðum þess. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku síðustu misserin, ekki síst þar sem efnahagsbrotadeild lögreglu barst fyrst ábendingar um að maðkur kynni að vera í mysunni árið 2012. Í stað þess að taka málið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsakaði málið sem möguleg skattsvik.Þrír til viðbótar 38 ára danskur karlmaður var handtekinn í Suður-Afríku á föstudaginn, en efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar grunar hann um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð. Tvær konur til viðbótar eru einnig grunaðar um að tengjast fjárdrættinum. Talið er að Nielsen og samverkamenn hennar hafi dregið fé á árunum 2002 til þessa árs. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 hið minnsta.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Suður-Afríka Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent