Þegar Hughes spilaði tvo leiki í tveimur löndum sama daginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 13:00 Hughes í landsleik gegn Tékkum. Fyrir aftan má sjá glitta í Ian Rush. vísir/getty Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes. Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes.
Fótbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira