Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 21:06 Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér. Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér.
Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45
Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00