Loftræstikerfið ærði starfsfólk Seðlabanka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Starfsmenn bankans kvarta ekki lengur yfir hávaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Sjá meira