CJ McCollum var í miklu stuði og skoraði 40 stig þegar Portland Trail Blazers vann 118-103 heimasigur á Milwaukee Bucks. Bucks liðið hafði unnið 8 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu.
19 af 40 stigum CJ McCollum komu í þriðja leikhlutanum þegar hann hjálpaði Portland að ná fjórtán stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann endaði með því að hitta úr 17 af 26 skotum sínum í leiknum.
Evan Turner kom með 16 stig og 11 fráköst af bekknum fyrir Portland liðið sem hefur unnið 8 af 11 leikjum sínum á tímabilinu.
Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig og 9 fráköst en Brook Lopez var með 22 stig og sex þrista.
Wesley Matthews skoraði 22 stig fyrir Dallas liðið og Harrison Barnes bætti við 9 stigum og 13 fráköstum.John Wall var atkvæðamestur hjá Washington með 24 stig en þeir Otto Porter Jr. og Bradley Beal skoruðu báðir 19 stig.
Kemba Walker heldur áfram að spila vel en hann var með 29 stig og 7 stoðsendingar þegar Charlotte Hornets vann 113-102 sigur á Atlanta Hawks. Marvin Williams skoraði 20 stig. Walker hefur skorað 5 stig eða meira í sjö af ellefu leikjum tímabilsins. Jeremy Lin var atkvæðamestur hjá Hawks með 19 stig.
Caris LeVert var með 26 stig fyrir Brooklyn Nets sem átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Phoenix Suns á útivelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 20 stig en hitti aðeins úr 6 af 21 skoti. Nýliðinn Deandre Ayton var með 15 stig og 13 fráköst en Suns tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu níu leikjum.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Portland Trail Blazers - Milwaukee Bucks 118-103
Phoenix Suns - Brooklyn Nets 82-104
Dallas Mavericks - Washington Wizards 119-100
Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 113-102