„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 15:00 Benedikt Jóhannesson tekur hér við lyklunum að fjármálaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni í upphafi árs 2017. Bjarni átti eftir að fá lyklana aftur í hendurnar áður en árið var úti. VÍSIR/ERNIR Það er samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. Fyrrverandi fjármálaráðherra er sömu skoðunar og segir hana til marks um að sitjandi ríkisstjórn sé að missa tökin á efnahagslífinu. Peningastefnunefnd bankans greindi frá því morgun að meginvextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 4,5 prósent. Meðal þess sem fram kom í rökstuðningi nefndarinnar var að útlit sé fyrir að verðbólga haldi áfram að aukast og verðbólguvæntingar sömuleiðis. „Haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka og festist í sessi umfram markmið mun það kalla á harðara taumhald peningastefnunnar,“ sagði í rökstuðningnum.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ákvörðun peningastefnunefndar hefur fengið gagnrýni úr öllum áttum; henni hefur verið lýst sem kaldri kveðju, ótímabærri og miklum vonbrigðum. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, hækkunina þannig vera slæmt innlegg í hinar hörðu kjaraviðræður sem framundan eru. Líklegt verði að teljast að hækkunin muni hafa áhrif á kröfu verkalýðshreyfingarinnar, enda sé grunnkrafa hennar sú að fólk getið lifað af laununum sínum. Hækkunin gæti farið hratt út í verðlagið og því megi ætla að kröfur launafólks hækki í samræmi við það.Drífa Snædal segir að stýrivaxtahækkunin sé köld kveðja frá Seðlabankanum í aðdraganda kjaraviðræðna.Vísir/vilhelmÞrátt fyrir að Drífu og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins greini á um margt fyrir komandi kjaraviðræður eru þau þó sama sinnis um stýrivaxtahækkunina. Halldór Benjamín Þorbergsson segir hana ótímabæra, ekki síst í ljósi þess að viðsnúningurinn í hagkerfinu hafi verið ansi hraður að undanförnu og að blikur séu á lofti í efnahagsmálum. Halldór segir fyrrnefndar verðbólguvæntingar, sem peningastefnunefnd drepur á í rökstuðningi sínum, séu ekki síst tilkomnar vegna áhrifa slökunar á innflæðishöftum og óvissu á vinnumarkaði. Þar tekur hann í sama streng og formaður Viðskiptaráðs, Ásta Fjeldsted, sem veltir því fyrir sér hvort að stýrivaxtahækkun morgunsins sé í boði verkalýðshreyfingarinnar. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi þessa stundina séu komandi kjarasamningar. Í ljósi ummæla Drífu um að ákvörðun peningastefnunefndar gæti haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar má ætla að stýrivaxtahækkunin sé til þess fallin að auka enn á þessa óvissu.Til marks um brotthvarf frá aðhaldi Dómur Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks, er einfaldur: „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu.“Í færslu sinni á Facebook, þar sem hann deilir frétt um stýrivaxtahækkunina, segir hann á þeim tíma sem Viðreisn fór með ríkisfjármálin hafi peningastefnunefnd lækkað vextina þrisvar og gefið vilyrði um frekari vaxtalækkun - „ef áfram yrði sama aðhald í ríkisfjármálum.“ Það sé hins vegar mat Benedikts að núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar, hafi ákveðið að fara aðra leið og „allir sjá hvað er að gerast.“ Aðstæður í þjóðarbúinu eru vissulega aðrar en þegar Benedikt hélt um stjórnartaumana í fjármálaráðuneytinu. Til að mynda er olíuverð um 50% hærra en það var í upphafi árs 2017, þegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar var undirritaður. Hækkun olíuverðs hefur merkjanleg áhrif á verðbólgu, enda ratar hún yfirleitt beint út í verðlagið; til að mynda á samgöngum. Eldsneytisverð vegur þar að auki þungt í vísitölu neysluverðs, eða 3.7%. Er það því mat greiningardeildar Arion banka að lágt olíuverð á síðustu árum hafi gegnt „lykilhlutverki í að halda aftur af verðbólguþrýstingi.“ Verðbólguþrýstingi sem nú er notaður til að réttlæta stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir hækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%. 7. nóvember 2018 09:04 Fregnir af dauða hagkerfisins stórlega ýktar Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. 1. nóvember 2018 11:15 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Það er samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. Fyrrverandi fjármálaráðherra er sömu skoðunar og segir hana til marks um að sitjandi ríkisstjórn sé að missa tökin á efnahagslífinu. Peningastefnunefnd bankans greindi frá því morgun að meginvextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 4,5 prósent. Meðal þess sem fram kom í rökstuðningi nefndarinnar var að útlit sé fyrir að verðbólga haldi áfram að aukast og verðbólguvæntingar sömuleiðis. „Haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka og festist í sessi umfram markmið mun það kalla á harðara taumhald peningastefnunnar,“ sagði í rökstuðningnum.Sjá einnig: Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Ákvörðun peningastefnunefndar hefur fengið gagnrýni úr öllum áttum; henni hefur verið lýst sem kaldri kveðju, ótímabærri og miklum vonbrigðum. Í samtali við Ríkisútvarpið segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, hækkunina þannig vera slæmt innlegg í hinar hörðu kjaraviðræður sem framundan eru. Líklegt verði að teljast að hækkunin muni hafa áhrif á kröfu verkalýðshreyfingarinnar, enda sé grunnkrafa hennar sú að fólk getið lifað af laununum sínum. Hækkunin gæti farið hratt út í verðlagið og því megi ætla að kröfur launafólks hækki í samræmi við það.Drífa Snædal segir að stýrivaxtahækkunin sé köld kveðja frá Seðlabankanum í aðdraganda kjaraviðræðna.Vísir/vilhelmÞrátt fyrir að Drífu og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins greini á um margt fyrir komandi kjaraviðræður eru þau þó sama sinnis um stýrivaxtahækkunina. Halldór Benjamín Þorbergsson segir hana ótímabæra, ekki síst í ljósi þess að viðsnúningurinn í hagkerfinu hafi verið ansi hraður að undanförnu og að blikur séu á lofti í efnahagsmálum. Halldór segir fyrrnefndar verðbólguvæntingar, sem peningastefnunefnd drepur á í rökstuðningi sínum, séu ekki síst tilkomnar vegna áhrifa slökunar á innflæðishöftum og óvissu á vinnumarkaði. Þar tekur hann í sama streng og formaður Viðskiptaráðs, Ásta Fjeldsted, sem veltir því fyrir sér hvort að stýrivaxtahækkun morgunsins sé í boði verkalýðshreyfingarinnar. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi þessa stundina séu komandi kjarasamningar. Í ljósi ummæla Drífu um að ákvörðun peningastefnunefndar gæti haft áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar má ætla að stýrivaxtahækkunin sé til þess fallin að auka enn á þessa óvissu.Til marks um brotthvarf frá aðhaldi Dómur Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks, er einfaldur: „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu.“Í færslu sinni á Facebook, þar sem hann deilir frétt um stýrivaxtahækkunina, segir hann á þeim tíma sem Viðreisn fór með ríkisfjármálin hafi peningastefnunefnd lækkað vextina þrisvar og gefið vilyrði um frekari vaxtalækkun - „ef áfram yrði sama aðhald í ríkisfjármálum.“ Það sé hins vegar mat Benedikts að núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar, hafi ákveðið að fara aðra leið og „allir sjá hvað er að gerast.“ Aðstæður í þjóðarbúinu eru vissulega aðrar en þegar Benedikt hélt um stjórnartaumana í fjármálaráðuneytinu. Til að mynda er olíuverð um 50% hærra en það var í upphafi árs 2017, þegar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar var undirritaður. Hækkun olíuverðs hefur merkjanleg áhrif á verðbólgu, enda ratar hún yfirleitt beint út í verðlagið; til að mynda á samgöngum. Eldsneytisverð vegur þar að auki þungt í vísitölu neysluverðs, eða 3.7%. Er það því mat greiningardeildar Arion banka að lágt olíuverð á síðustu árum hafi gegnt „lykilhlutverki í að halda aftur af verðbólguþrýstingi.“ Verðbólguþrýstingi sem nú er notaður til að réttlæta stýrivaxtahækkanir Seðlabankans.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Stýrivextir hækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%. 7. nóvember 2018 09:04 Fregnir af dauða hagkerfisins stórlega ýktar Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. 1. nóvember 2018 11:15 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Stýrivextir hækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%. 7. nóvember 2018 09:04
Fregnir af dauða hagkerfisins stórlega ýktar Þrátt fyrir áskoranir framundan, lækkun krónunnar að undanförnu og að útlit sé fyrir hægan vöxt hagkerfisins á næsta ári er óþarfi að örvænta, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. 1. nóvember 2018 11:15
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26