Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 21:00 Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06
Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00