Snæfell á toppnum, Keflavík kláraði KR og þriðji sigur Stjörnunnar í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 7. nóvember 2018 21:14 Brittanny leiddi sínar stúlkur til sigurs í kvöld. vísir/ernir Snæfell er eitt á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að liðið vann öruggan sigur á Val, 90-74, í kvöld. Á sama tíma tapaði KR gegn Keflavík og Stjarnan marði Breiðablik í hörkuleik. Mikið jafnræði var í Keflavík í fyrri hálfleik en nýliðar KR höfðu einungis tapað einum leik í deildinni áður en kom að rimmunni í Keflavík í kvöld. KR var fimm stigum yfir í hálfleik 45-40 og var einnig fimm stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk en þá fóru heimastúlkur í gang. Þær náðu hægt og rólega að vinna mun KR upp og voru komnar yfir er tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum 77-73. Brittanny Dinkins var einu sinni sem oftar stigahæst hjá Keflavík en hún hefur farið á kostum á tímabilinu. Hún gerði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en næst komu Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir með ellefu stig. Í liði KR var Kiana Johnson í sérflokki. Kiana skoraði 36 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir bætti við tólf stigum. KR og Keflavík eru bæði með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði en það eru einnig Stjörnustúlkur sem höfðu betur gegn botnliði Breiðabliks, 78-74, í Garðabænum í kvöld. Stjarnan leiddi frá upphafi í leiknum en nokkur spenna var undir lok leiksins. Þrátt fyrir það hélt Stjarnan forystunni og vann að lokum fjögurra stiga sigur. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Trölla tvenna þar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 20 stig en Stjarnan er í öðru til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Breiðablik er á botninum án stiga. Sanja Orazovic skoraði 28 stig fyrir Breiðablik auk þess að taka tíu fráköst en næst kom Kelly Faris með nítján stig og ellefu fráköst. Hún gaf að auki átta stoðsendingar. Snæfell hefur einungis tapað einum leik af fyrstu sjö leikjum sínum og er á toppnum eftir sextán stiga sigur á silfurliði Vals frá síðustu leiktíð í Stykkishólmi í kvöld, 90-74. Heimastúlkur voru komnar ellefu stigum yfir strax eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 42-28 yfir í hálfleik. Aldrei slökuðu heimastúlkur á klónni og þær ríghalda í toppsætið en Valur er í sjöunda sætinu með fjögur stig. Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig, tók nítján fráköst og gaf sjö stoðsendingar hjá Snæfell en Heather Butler skoraði 18 stig og tók fimm fráköst fyrir gestina af Hlíðarenda. Dominos-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Snæfell er eitt á toppi Dominos-deildar kvenna eftir að liðið vann öruggan sigur á Val, 90-74, í kvöld. Á sama tíma tapaði KR gegn Keflavík og Stjarnan marði Breiðablik í hörkuleik. Mikið jafnræði var í Keflavík í fyrri hálfleik en nýliðar KR höfðu einungis tapað einum leik í deildinni áður en kom að rimmunni í Keflavík í kvöld. KR var fimm stigum yfir í hálfleik 45-40 og var einnig fimm stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk en þá fóru heimastúlkur í gang. Þær náðu hægt og rólega að vinna mun KR upp og voru komnar yfir er tæpar sex mínútur voru til leiksloka. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum 77-73. Brittanny Dinkins var einu sinni sem oftar stigahæst hjá Keflavík en hún hefur farið á kostum á tímabilinu. Hún gerði 37 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en næst komu Bryndís Guðmundsdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir með ellefu stig. Í liði KR var Kiana Johnson í sérflokki. Kiana skoraði 36 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir bætti við tólf stigum. KR og Keflavík eru bæði með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði en það eru einnig Stjörnustúlkur sem höfðu betur gegn botnliði Breiðabliks, 78-74, í Garðabænum í kvöld. Stjarnan leiddi frá upphafi í leiknum en nokkur spenna var undir lok leiksins. Þrátt fyrir það hélt Stjarnan forystunni og vann að lokum fjögurra stiga sigur. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Trölla tvenna þar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 20 stig en Stjarnan er í öðru til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Breiðablik er á botninum án stiga. Sanja Orazovic skoraði 28 stig fyrir Breiðablik auk þess að taka tíu fráköst en næst kom Kelly Faris með nítján stig og ellefu fráköst. Hún gaf að auki átta stoðsendingar. Snæfell hefur einungis tapað einum leik af fyrstu sjö leikjum sínum og er á toppnum eftir sextán stiga sigur á silfurliði Vals frá síðustu leiktíð í Stykkishólmi í kvöld, 90-74. Heimastúlkur voru komnar ellefu stigum yfir strax eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 42-28 yfir í hálfleik. Aldrei slökuðu heimastúlkur á klónni og þær ríghalda í toppsætið en Valur er í sjöunda sætinu með fjögur stig. Kristen Denise McCarthy gerði 32 stig, tók nítján fráköst og gaf sjö stoðsendingar hjá Snæfell en Heather Butler skoraði 18 stig og tók fimm fráköst fyrir gestina af Hlíðarenda.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira