Scholes gagnrýndi hegðun Mourinho: Svona er þetta hvert sem hann fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Leonardo Bonucci var allt annað en sáttur með hegðun Jose Mourinho. Vísir/Getty Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Sjá meira
Manchester United goðsögnin Paul Scholes var ekki ánægður með stælana sem Jose Mourinho bauð upp á eftir sigur Manchester United á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Manchester United gerði þá mjög vel að koma til baka og vinna mikilvægan 2-1 endurkomusigur á útivelli en Mourinho gerði sitt í að reyna að stela athyglinni í leikslok. Jose Mourinho gekk um völlinn og virtist vera að reyna að ögra stuðningsfólki Juventus sem fór mjög illa í suma leikmenn Juventus. Scholes er enginn aðdáandi Mourinho og gagnrýndi portúgalska stjórann eftir leikinn. „Svona er þetta hvert sem hann fer. Þú verður að sýna meiri virðingu þegar þú vinnur. Þakkaðu bara hinum stjóranum fyrir leikinn. Það var engin þörf fyrir svona látalæti en svona er hann bara,“ sagði Paul Scholes á BT Sport eftir leikinn.Uncalled for or simply a show of passion? Jose Mourinho clashed with Juventus players over one of his goal celebrations last night. Readhttps://t.co/uoTJ1e2qnnpic.twitter.com/muKJ87FKvN — BBC Sport (@BBCSport) November 8, 2018Dion Dublin er á því að portúgalski stjórinn hafi ekki staðist það að reyna að stela athyglinni í leikslok. „Það var engin þörf fyrir Jose Mourinho að troða sér fram. Leikmennirnir voru bara að þakka fyrir leikinn og sumir voru að fara til Cristiano Ronaldo. Þá fer allt í einu öll athyglin á Herra Mourinho sem er kominn með höndina við eyrað til að ögra stuðningsfólki Juventus og spyrja þau: Hvað segið þið við þessu?,“ sagði Dion Dublin. Owen Hargreaves vildi aftur á móti gera minna úr hegðun Jose Mourinho en meira úr þýðingu úrslitanna. „Þetta var óþarfi en þetta eru stórmerkileg úrslit og mjög stór vika fyrir United og Mourinho,“ sagði Owen Hargreaves.‘Insulted for 90 minutes’: Mourinho defends actions after United stun Juventus | @barneyronayhttps://t.co/TmH8qiGg0o — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2018 Jose Mourinho viðurkenndi eftir leik að hann hefði líklega ekki átt að gera þetta en hann sagði líka frá því að hann hafi þolað móðganir í 90 mínútur frá stuðningsmönnum Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Sjá meira