Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2018 15:16 Frá húsleit í húsakynnum Samherja árið 2012. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012.Kæra endursend í tvígang Þann 10. apríl 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna brotanna. Sérstakur saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lögreglurannsóknar og saksóknar, þar sem reglur þær sem brotin beindust gegn hefðu ekki að geyma heimild til að refsa Samherja. Hann benti þó á að væru almenn skilyrði uppfyllt kynnu að vera forsendur til að beita stjórnsýsluviðurlögum. Þann 28. ágúst 2013 var málið því sent aftur til Seðlabankans sem tók í kjölfarið ákvörðun um að kæra fjóra einstaklinga sem voru í fyrirsvari fyrir, eða störfuðu í stjórnunarstöðum hjá Samherja og tengdum félögum, fyrir brot á sömu reglum. Sérstakur saksóknari endursendi þá kæru einnig 4. september 2015, meðal annars með vísan til þess að reglur um gjaldeyrismál væru ekki fullnægjandi refsiheimild. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna. í september 2016.Már Guðmundsson seðlaankastjóri.Fréttablaðið/StefánUm megn að viðurkenna offar í aðgerðum Höfðaði Samherji mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur sér áður en ákvörðunin hefði verið tekin. Sagði í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hefðu verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög.Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja.Hundruð milljóna króna kostnaður Í niðurstöðu sinni vísaði héraðsdómur til bréfasamskipta sem átt höfðu sér stað milli aðila áður en ákvörðunin var tekin, þar sem Samherji hafði meðal annars óskað upplýsinga um hvort rannsókn á þætti félagsins vegna ætlaðra brota væri endanlega lokið. Hafði Seðlabankinn svarað á þá leið að hvorki væru til meðferðar mál gegn Samherja né hefðu verið stofnuð fleiri mál á hendur félaginu varðandi ætluð brot þess á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Taldi héraðsdómur að líta yrði svo á að samkvæmt þessu hefði legið fyrir afstaða Seðlabankans um niðurfellingu málsins sem Samherji hefði mátt binda réttmætar væntingar við og yrði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði. Þá hefði ekkert komið fram í málinu um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð máls Samherja að nýju hefði byggst á nýjum gögnum eða vísbendingum um að slík gögn kynnu síðar að koma fram. Hefði því ekki verið sýnt fram á af hálfu Seðlabanakns á hvaða grundvelli hefði verið heimilt að taka mál Samherja upp að nýju. Féllst héraðsdómur þá þegar af þeirri ástæðu á kröfu Samherja um ógildingu ákvörðunarinnar og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað. „Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja og sonur forstjórans Þorsteins Baldvinssonar, þegar dómur féll í héraði. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Grunur lék á að Samherji hefði brotið gegn þessum reglum og aflaði Seðlabankinn því heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nítján öðrum félögum honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í mars 2012.Kæra endursend í tvígang Þann 10. apríl 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna brotanna. Sérstakur saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lögreglurannsóknar og saksóknar, þar sem reglur þær sem brotin beindust gegn hefðu ekki að geyma heimild til að refsa Samherja. Hann benti þó á að væru almenn skilyrði uppfyllt kynnu að vera forsendur til að beita stjórnsýsluviðurlögum. Þann 28. ágúst 2013 var málið því sent aftur til Seðlabankans sem tók í kjölfarið ákvörðun um að kæra fjóra einstaklinga sem voru í fyrirsvari fyrir, eða störfuðu í stjórnunarstöðum hjá Samherja og tengdum félögum, fyrir brot á sömu reglum. Sérstakur saksóknari endursendi þá kæru einnig 4. september 2015, meðal annars með vísan til þess að reglur um gjaldeyrismál væru ekki fullnægjandi refsiheimild. Seðlabankinn lagði þá fram sáttaboð þar sem Samherja var boðið að greiða 8,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs, sem Samherji hafnaði. Var sektin þá hækkuð í fimmtán milljónir króna. í september 2016.Már Guðmundsson seðlaankastjóri.Fréttablaðið/StefánUm megn að viðurkenna offar í aðgerðum Höfðaði Samherji mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur sér áður en ákvörðunin hefði verið tekin. Sagði í málatilbúnaði fyrirtækisins að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og aðrir starfsmenn bankans hefðu verið vanhæfir til meðferðar málsins á hendur fyrirtækinu. Þá hafi þeir reitt afar hátt til höggs í rannsókn sinni og öllum málatilbúnaði allar götur frá því að Seðlabankinn réðist í húsleit hjá fyrirtækinu, líkt og það er orðað í dómnum. Jafnframt hafði það reynst stjórnendum Seðlabankans um megn að viðurkenna fyllilega að hafa farið offari í aðgerðum sínum gegn Samherja og tengdum aðilum. Samherji benti á fyrir dómi að málið á hendur fyrirtækinu hafi verið fellt niður og þar af leiðandi hafi verið um endurupptöku máls, sem standist ekki stjórnsýslulög.Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja.Hundruð milljóna króna kostnaður Í niðurstöðu sinni vísaði héraðsdómur til bréfasamskipta sem átt höfðu sér stað milli aðila áður en ákvörðunin var tekin, þar sem Samherji hafði meðal annars óskað upplýsinga um hvort rannsókn á þætti félagsins vegna ætlaðra brota væri endanlega lokið. Hafði Seðlabankinn svarað á þá leið að hvorki væru til meðferðar mál gegn Samherja né hefðu verið stofnuð fleiri mál á hendur félaginu varðandi ætluð brot þess á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Taldi héraðsdómur að líta yrði svo á að samkvæmt þessu hefði legið fyrir afstaða Seðlabankans um niðurfellingu málsins sem Samherji hefði mátt binda réttmætar væntingar við og yrði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði. Þá hefði ekkert komið fram í málinu um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð máls Samherja að nýju hefði byggst á nýjum gögnum eða vísbendingum um að slík gögn kynnu síðar að koma fram. Hefði því ekki verið sýnt fram á af hálfu Seðlabanakns á hvaða grundvelli hefði verið heimilt að taka mál Samherja upp að nýju. Féllst héraðsdómur þá þegar af þeirri ástæðu á kröfu Samherja um ógildingu ákvörðunarinnar og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Var sektargreiðsla Seðlabankans því felld niður og honum gert að greiða allan málskostnað. „Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Samherja og sonur forstjórans Þorsteins Baldvinssonar, þegar dómur féll í héraði.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent