Umhverfisþing fer fram í dag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun