Umhverfisþing fer fram í dag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun