Stigi í Hörpu svignaði undan hópi stjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Glerið sem sprakk er næst stiga upp frá jarðhæð Hörpu. Fréttablaðið/ernir „Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira