Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2018 08:45 Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tollinum. Nordicphotos/Getty „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira