Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:00 Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við mótmælendur. Vísir/Getty Tæknirisinn Google hefur heitið því að gera úrbætur á stefnu sinni gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi starfsfólki í dag. Þúsundir starfsmanna Google yfirgáfu vinnustaði sína í byrjun mánaðar til að mótmæla „forkastanlegri framkomu fyrirtækisins við konur.“Í tölvupósti Pichai segir að Google muni ekki lengur leiða ásakanir um kynferðislega áreitni til lykta með samningaviðræðunum. Þá heitir hann því einnig að rannsóknarferli í slíkum málum innan fyrirtækisins verði endurskoðað og að komið verði á stuðningsneti fyrir þolendur. Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. Til að mynda hafi ekki verið tekið á kynbundnum launamuni innan fyrirtækisins. Mótmælaaðgerðirnar í byrjun nóvember eru einna helst raktar til nýlegra vendinga í umræðu um bága stöðu kvenna í tæknigeiranum. Kornið sem fyllti mælinn var umfjöllun New York Times um Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, en hann fékk 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014 vegna ásakana um kynferðisbrot. Google MeToo Tækni Tengdar fréttir Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur heitið því að gera úrbætur á stefnu sinni gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi starfsfólki í dag. Þúsundir starfsmanna Google yfirgáfu vinnustaði sína í byrjun mánaðar til að mótmæla „forkastanlegri framkomu fyrirtækisins við konur.“Í tölvupósti Pichai segir að Google muni ekki lengur leiða ásakanir um kynferðislega áreitni til lykta með samningaviðræðunum. Þá heitir hann því einnig að rannsóknarferli í slíkum málum innan fyrirtækisins verði endurskoðað og að komið verði á stuðningsneti fyrir þolendur. Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. Til að mynda hafi ekki verið tekið á kynbundnum launamuni innan fyrirtækisins. Mótmælaaðgerðirnar í byrjun nóvember eru einna helst raktar til nýlegra vendinga í umræðu um bága stöðu kvenna í tæknigeiranum. Kornið sem fyllti mælinn var umfjöllun New York Times um Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, en hann fékk 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014 vegna ásakana um kynferðisbrot.
Google MeToo Tækni Tengdar fréttir Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00
Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31