Milwaukee Bucks fór illa með meistara GSW á þeirra eigin heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 07:30 Stephen Curry fór meiddur af velli í tapinu í nótt. Vísir/Getty Milwaukee Bucks hefur byrjað tímabilið frábærlega í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt sýndi liðið að það er engin tilviljun þegar Giannis Antetokounmpo og félagar unnu 23 stiga sigur á meisturum á Golden State Warriors og það í Oakland. Oklahoma City Thunder þurfti engan Russell Westbrook til að vinna auðveldan sigur á líflausu liði Houston Rockets en Boston Celtics þurfti aftur á móti framlengingu til að vinna Phoenix Suns.Milwaukee Bucks varð annað liðið til að vinna Golden State á leiktíðinni þegar liðið rasskellti meistarana 134-111 á þeirra eigin heimavelli. Bucks liðið var þrettán stigum yfir í hálfleik, 64-51, og 26 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 105-79. Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins að spila í 26 mínútur en var með 24 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar á þeim. Eric Bledsoe var hinsvegar stigahæstur í Milwaukee liðinu með 26 stig á 26 mínútum og Michael Brogdon var með 20 stig. Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig og Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar. Stephen Curry meiddist í þriðja leikhluta og spilaði ekki eftir það. Hann var með 10 stig á 26 mínútum. Warriors lék líka án Draymond Green.Kyrie Irving skoraði 18 af 39 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Boston Celtics vann 116-109 sigur á Phoenix Suns á útivelli. Boston lenti mest 22 stigum undir en tókst að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggja sér síðan sigur í framlengingu. Irving skoraði sex fyrstu stigin í framlengingunni en það var þriggja stiga karfa Marcus Morris sem kom liðinu í hana 1,1 sekúndu fyrir leikslok. Devin Booker skoraði 38 stig fyrir Phoenix liðið.Paul George skoraði 20 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem vann 98-80 sigur á Houston Rockets. Russell Westbrook missti af sínum öðrum leik í röð vegna ökklameiðsla en Thunder liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð. George var einnig með 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Steven Adams bætti við 19 stigum og 10 fráköstum. James Harden skoraði 19 stig fyrir Houston en hitti aðeins úr 7 af 19 skotum sínum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 111-134 Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 116-105 Phoenix Suns - Boston Celtics 109-116 (100-100) Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 98-80 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Milwaukee Bucks hefur byrjað tímabilið frábærlega í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt sýndi liðið að það er engin tilviljun þegar Giannis Antetokounmpo og félagar unnu 23 stiga sigur á meisturum á Golden State Warriors og það í Oakland. Oklahoma City Thunder þurfti engan Russell Westbrook til að vinna auðveldan sigur á líflausu liði Houston Rockets en Boston Celtics þurfti aftur á móti framlengingu til að vinna Phoenix Suns.Milwaukee Bucks varð annað liðið til að vinna Golden State á leiktíðinni þegar liðið rasskellti meistarana 134-111 á þeirra eigin heimavelli. Bucks liðið var þrettán stigum yfir í hálfleik, 64-51, og 26 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 105-79. Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins að spila í 26 mínútur en var með 24 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar á þeim. Eric Bledsoe var hinsvegar stigahæstur í Milwaukee liðinu með 26 stig á 26 mínútum og Michael Brogdon var með 20 stig. Klay Thompson var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig og Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar. Stephen Curry meiddist í þriðja leikhluta og spilaði ekki eftir það. Hann var með 10 stig á 26 mínútum. Warriors lék líka án Draymond Green.Kyrie Irving skoraði 18 af 39 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Boston Celtics vann 116-109 sigur á Phoenix Suns á útivelli. Boston lenti mest 22 stigum undir en tókst að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggja sér síðan sigur í framlengingu. Irving skoraði sex fyrstu stigin í framlengingunni en það var þriggja stiga karfa Marcus Morris sem kom liðinu í hana 1,1 sekúndu fyrir leikslok. Devin Booker skoraði 38 stig fyrir Phoenix liðið.Paul George skoraði 20 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem vann 98-80 sigur á Houston Rockets. Russell Westbrook missti af sínum öðrum leik í röð vegna ökklameiðsla en Thunder liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð. George var einnig með 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Steven Adams bætti við 19 stigum og 10 fráköstum. James Harden skoraði 19 stig fyrir Houston en hitti aðeins úr 7 af 19 skotum sínum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Milwaukee Bucks 111-134 Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 116-105 Phoenix Suns - Boston Celtics 109-116 (100-100) Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 98-80
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira