Yfir þrjú þúsund manns leita að týndum dreng í Svíþjóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:33 Lögreglan í Svíþjóð hefur birt þessa mynd af drengnum sem leitað er að. Yfir þrjú þúsund hafa tekið þátt í leit að tólf ára gömlum dreng sem saknað er í suðurhluta Svíþjóðar. Drengurinn, sem er með Downs-heilkennið, fór út að labba með fjölskylduhundinn í heimabæ sínum Falkenberg á þriðjudag en þegar hann kom ekki heim með hundinn, sem fór bara einn heim, tilkynnti fjölskylda hans að hans væri saknað. Lögreglan fer með málið en segir ekkert benda til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. „Það er erfitt að dagarnir líði án þess að við finnum hann en við gefumst ekki upp,“ segir lögreglumaðurinn Jenny Widen. Lögreglan hefur fyrirskipað að vatnsyfirborðið í ánni Ätran verði lækkað en Falkenberg stendur við ána. Þá lét lögreglan í gær setja flugbann á allar tegundir flugfara, þar á meðal dróna, á svæðinu þar sem leitað er svo að lögregluyfirvöld geti notað sín tæki án þess að verða fyrir truflun af öðrum. Aðeins lögreglumenn mega fljúga á svæðinu en fresta þurfti slíkri leit í gær vegna mikillar þoku. Við leitina hefur meðal annars verið notast við þyrlur auk þess sem kafað hefur verið í Ätran-ánni. Falkenberg er ekki stór bær og margir þekkja strákinn sem er týndur. Voru bæjarbúar hvattir til þess á Facebook að láta til sín taka við leitina og stóð ekki á viðbrögðunum eins og talan sem nefnd var í upphafi fréttar sýnir. Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Yfir þrjú þúsund hafa tekið þátt í leit að tólf ára gömlum dreng sem saknað er í suðurhluta Svíþjóðar. Drengurinn, sem er með Downs-heilkennið, fór út að labba með fjölskylduhundinn í heimabæ sínum Falkenberg á þriðjudag en þegar hann kom ekki heim með hundinn, sem fór bara einn heim, tilkynnti fjölskylda hans að hans væri saknað. Lögreglan fer með málið en segir ekkert benda til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað að því er segir á vef norska ríkisútvarpsins. „Það er erfitt að dagarnir líði án þess að við finnum hann en við gefumst ekki upp,“ segir lögreglumaðurinn Jenny Widen. Lögreglan hefur fyrirskipað að vatnsyfirborðið í ánni Ätran verði lækkað en Falkenberg stendur við ána. Þá lét lögreglan í gær setja flugbann á allar tegundir flugfara, þar á meðal dróna, á svæðinu þar sem leitað er svo að lögregluyfirvöld geti notað sín tæki án þess að verða fyrir truflun af öðrum. Aðeins lögreglumenn mega fljúga á svæðinu en fresta þurfti slíkri leit í gær vegna mikillar þoku. Við leitina hefur meðal annars verið notast við þyrlur auk þess sem kafað hefur verið í Ätran-ánni. Falkenberg er ekki stór bær og margir þekkja strákinn sem er týndur. Voru bæjarbúar hvattir til þess á Facebook að láta til sín taka við leitina og stóð ekki á viðbrögðunum eins og talan sem nefnd var í upphafi fréttar sýnir.
Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira