Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er á meðal frummælenda á fundinum. Vísir/Vilhelm Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku
Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent