Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 11:56 Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni. Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni.
Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent