Röð „rangfærslna“? Jón Þór Ólason skrifar 9. nóvember 2018 14:32 Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina „Röð „tilviljana“?“ Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut. Í greininni setur Sigurður fram rakalausar dylgjur, raunar farsakennda samsæriskenningu, er virðist ganga út á það að eldislax sá er veiddist í Vatnsdalsá í sumar sé í raun tvöfaldur í roðinu. Umræddur lax hafi leitt til uppþota í kokkalandsliðinu og jafnvel haft áhrif á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jú það geti ekki verið tilviljun að veiðiréttarhafinn, kokkurinn Sturla Birgisson, sem hann nafngreinir þó ekki, hafi veitt eldislax í á sem Sigurður kveður í eigu Íslandsmeistarans í kærum á hendur fiskeldismönnum, Óttars Yngvasonar lögmanns. Átökin um laxeldi í opnum sjókvíum eru hörð en varða gríðarlega hagsmuni, sama hvert er litið og því er mikilvægt að gæta þess að umræðan sé málefnaleg, sama hvar menn eru í sveit settir. Sigurður vísar í greininni að það sé alltaf sætt þegar sannleikurinn komi fram sem vekur furðu því greinin virðist því miður að miklu vera byggð upp af dylgjum, ósannindum og orðhengilshætti sem er málstað hans ekki til framdráttar og er til þess fallin að afvegaleiða þarfa umræðu. Í fyrsta lagi er það alvarlegt að dylgja mönnum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e. að umræddur eldislax hafi ekki veiðst í Vatnsdalsá. Í öðru lagi má benda Sigurði á, að eftir því sem ég hef fengið staðfest, þá átti íslenskur eldislax ekki að vera helsta afurðin á því móti sem íslenska kokkalandsliðið var að undirbúa sig fyrir, heldur þorskur og lamb. Í þriðja lagi liggur fyrir að Vatnsdalsá er ekki eingöngu í eigu Óttars Yngvasonar, heldur eru veiðiréttarhafar rúmlega 30 talsins. Óttar á hins vegar, með öðrum einstaklingum, jörð á ósasvæði Vatnsdalsár. Eignarhald þeirrar jarðar myndi samsvara á bilinu 3-5% af heildar eignarhaldi Vatnsdalsár. En auðvitað er uppsetningin miklu skemmtilegri á hinn veginn ef menn vilja búa til samsæriskenningu. Í fjórða lagi er hinn ,,umræddi kokkur“ ekki einvaldur við það að meta hvaða kokkar taka þátt í Bocuse d‘Or, heldur 12 manna akademía er fær það hlutverk að velja hæfasta einstaklinginn. Í fimmta lagi hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá, nægir þar um að lesa forsendur úrskurðarins. Í sjötta lagi hafði umræddur lax engin áhrif á þá ákvörðun landsliðskokkana að hætta í landsliðinu vegna samnings við Arnarlax, eins og má lesa beint út yfirlýsingum þeirra er birtust í fjölmiðlum. Í sjöunda lagi veiddist umræddur eldislax ekki í miðri Vatnsdalsá sem er um 40 kílómetrar, heldur um 12 kílómetra frá ós árinnar, þ.e. í Hnausastreng. Þá liggur fyrir að á leiðinni í Hnausastreng frá ós er enginn farartálmi fyrir laxinn og eldislax getur því synt rólega upp lygna Vatnsdalsá. Í áttunda lagi velti ég fyrir mér hvers vegna Sigurður undrast það að sérfræðingur frá Hafrannsóknarstofnun skuli réttilega hafa bent á að þetta væri bara toppurinn á ísjakanum. Gæti það verið vegna þeirra rannsókna sem liggja fyrir er staðfesta að eldislaxinn gangi mun seinna í árnar heldur en sá villti og þá utan veiðitíma og þess vegna segja veiðitölur um veidda eldislaxa á stöng lítið um heildarmagnið af eldislaxi í viðkomandi árkerfi. En auðvitað eru slíkar rannsóknir, eins og t.a.m. hafa verið gerðar í Noregi, lítils metnar þegar reynt er að halda í tiltekna ímynd. Ég fagna því hins vegar að Sigurður nefnir í grein sinni að umræddur eldislax gæti hafa komið frá Færeyjum, en venjulega hafa fiskeldismenn haldið því fram að laxinn færi ekki langt frá kvíunum, en staðreyndin er sú að eldislaxinn getur veiðst allt að 2000 kílómetra frá sleppistað, eins og skýrslur NINA (Norsk institutt for naturforskning) í Noregi hafa staðfest. Það er ákveðið afrek hjá Sigurði að koma að jafnmörgum rangfærslum í ekki lengri grein. Eigum við ekki frekar að virða þá miklu hagsmuni sem eru undir og lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan heldur en að fara fram með dylgjum og rangfærslum og stunda argumentum ad hominem. Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina „Röð „tilviljana“?“ Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut. Í greininni setur Sigurður fram rakalausar dylgjur, raunar farsakennda samsæriskenningu, er virðist ganga út á það að eldislax sá er veiddist í Vatnsdalsá í sumar sé í raun tvöfaldur í roðinu. Umræddur lax hafi leitt til uppþota í kokkalandsliðinu og jafnvel haft áhrif á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jú það geti ekki verið tilviljun að veiðiréttarhafinn, kokkurinn Sturla Birgisson, sem hann nafngreinir þó ekki, hafi veitt eldislax í á sem Sigurður kveður í eigu Íslandsmeistarans í kærum á hendur fiskeldismönnum, Óttars Yngvasonar lögmanns. Átökin um laxeldi í opnum sjókvíum eru hörð en varða gríðarlega hagsmuni, sama hvert er litið og því er mikilvægt að gæta þess að umræðan sé málefnaleg, sama hvar menn eru í sveit settir. Sigurður vísar í greininni að það sé alltaf sætt þegar sannleikurinn komi fram sem vekur furðu því greinin virðist því miður að miklu vera byggð upp af dylgjum, ósannindum og orðhengilshætti sem er málstað hans ekki til framdráttar og er til þess fallin að afvegaleiða þarfa umræðu. Í fyrsta lagi er það alvarlegt að dylgja mönnum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e. að umræddur eldislax hafi ekki veiðst í Vatnsdalsá. Í öðru lagi má benda Sigurði á, að eftir því sem ég hef fengið staðfest, þá átti íslenskur eldislax ekki að vera helsta afurðin á því móti sem íslenska kokkalandsliðið var að undirbúa sig fyrir, heldur þorskur og lamb. Í þriðja lagi liggur fyrir að Vatnsdalsá er ekki eingöngu í eigu Óttars Yngvasonar, heldur eru veiðiréttarhafar rúmlega 30 talsins. Óttar á hins vegar, með öðrum einstaklingum, jörð á ósasvæði Vatnsdalsár. Eignarhald þeirrar jarðar myndi samsvara á bilinu 3-5% af heildar eignarhaldi Vatnsdalsár. En auðvitað er uppsetningin miklu skemmtilegri á hinn veginn ef menn vilja búa til samsæriskenningu. Í fjórða lagi er hinn ,,umræddi kokkur“ ekki einvaldur við það að meta hvaða kokkar taka þátt í Bocuse d‘Or, heldur 12 manna akademía er fær það hlutverk að velja hæfasta einstaklinginn. Í fimmta lagi hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá, nægir þar um að lesa forsendur úrskurðarins. Í sjötta lagi hafði umræddur lax engin áhrif á þá ákvörðun landsliðskokkana að hætta í landsliðinu vegna samnings við Arnarlax, eins og má lesa beint út yfirlýsingum þeirra er birtust í fjölmiðlum. Í sjöunda lagi veiddist umræddur eldislax ekki í miðri Vatnsdalsá sem er um 40 kílómetrar, heldur um 12 kílómetra frá ós árinnar, þ.e. í Hnausastreng. Þá liggur fyrir að á leiðinni í Hnausastreng frá ós er enginn farartálmi fyrir laxinn og eldislax getur því synt rólega upp lygna Vatnsdalsá. Í áttunda lagi velti ég fyrir mér hvers vegna Sigurður undrast það að sérfræðingur frá Hafrannsóknarstofnun skuli réttilega hafa bent á að þetta væri bara toppurinn á ísjakanum. Gæti það verið vegna þeirra rannsókna sem liggja fyrir er staðfesta að eldislaxinn gangi mun seinna í árnar heldur en sá villti og þá utan veiðitíma og þess vegna segja veiðitölur um veidda eldislaxa á stöng lítið um heildarmagnið af eldislaxi í viðkomandi árkerfi. En auðvitað eru slíkar rannsóknir, eins og t.a.m. hafa verið gerðar í Noregi, lítils metnar þegar reynt er að halda í tiltekna ímynd. Ég fagna því hins vegar að Sigurður nefnir í grein sinni að umræddur eldislax gæti hafa komið frá Færeyjum, en venjulega hafa fiskeldismenn haldið því fram að laxinn færi ekki langt frá kvíunum, en staðreyndin er sú að eldislaxinn getur veiðst allt að 2000 kílómetra frá sleppistað, eins og skýrslur NINA (Norsk institutt for naturforskning) í Noregi hafa staðfest. Það er ákveðið afrek hjá Sigurði að koma að jafnmörgum rangfærslum í ekki lengri grein. Eigum við ekki frekar að virða þá miklu hagsmuni sem eru undir og lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan heldur en að fara fram með dylgjum og rangfærslum og stunda argumentum ad hominem. Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun