Hlé var gert á þingstörfum og kallað eftir lækni þegar Medel hné niður í fang samstarfskonu sinnar eftir að hún fékk fréttirnar. Í umfjöllun BBC segir að dóttir Medel, Valeria, hafi verið skotin til bana í líkamsræktarstöð í borginni Ciudad Mendoza. Valeria var 22 ára námsmaður.
Upptökuvélar í þingsal náðu hinu átakanlega atviki á myndband en í myndbandinu sést Medel hrópa upp yfir sig harmi slegin. Í frétt Daily Mail segir að þingfundi hafi í kjölfarið verið frestað. Myndband BBC um málið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Morðtíðni er afar há í Mexíkó. Það sem af er ári hafa yfir 21 þúsund morð verið framin, sem er nær 20% aukning milli ára.