Þrástagað Jón Sigurðsson skrifar 30. október 2018 07:00 Við og við er olíumálið gamla rifjað upp í fjölmiðlum, síðast í Fréttablaðinu föstudaginn 12. október sl. Það er þá gert til þess að ófrægja minningu látins heiðursmanns, Vilhjálms Þór utanríkisráðherra, forstjóra og seðlabankastjóra. Því er rétt að rifja það líka upp að þáttur Vilhjálms í þessu víðtæka fjársvikamáli var mjög lítill og takmarkaður og snerti eiginhagsmuni Vilhjálms sjálfs ekki. Því miður er því treyst að málsatvik séu gleymd og enginn nenni að andæfa rangindum um þetta. Vilhjálmur Þór bar sem stjórnarformaður formlega ábyrgð á einni ákvörðun um gjaldeyrislán milli fyrirtækja og deilda í Olíufélaginu hf. og Samb. ísl. samvinnufélaga en skylt var að leita og fá heimild hjá stjórnvöldum skv. þágildandi haftalögum. Alsiða var að slíkrar heimildar væri leitað eftir á, sum fyrirtæki tvisvar á ári, önnur oftar eða árlega. Ekki var leitað heimildar fyrir þessari ákvörðun. Lýsti dómarinn undrun yfir því enda auðsótt mál. En skömmu síðar hafði Vilhjálmur horfið af vettvangi til annarra starfa. Hann fylgdist því ekki með afdrifum málsins og treysti á að aðrir ábyrgir starfsmenn lykju málinu með lögmæltum hætti. Vilhjálmur vissi ekki af þessu broti fyrr en málarekstur hófst. Um var að ræða reglur um skilaskyldu gjaldeyris. Við brotinu lá einföld fjársekt og var það fyrnt skv. almennum reglum þegar málið kom til dóms. Löngu er tími til kominn að hætta að þrástaga um þetta og löngu komið mál að ásökunum og söguburði linni um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við og við er olíumálið gamla rifjað upp í fjölmiðlum, síðast í Fréttablaðinu föstudaginn 12. október sl. Það er þá gert til þess að ófrægja minningu látins heiðursmanns, Vilhjálms Þór utanríkisráðherra, forstjóra og seðlabankastjóra. Því er rétt að rifja það líka upp að þáttur Vilhjálms í þessu víðtæka fjársvikamáli var mjög lítill og takmarkaður og snerti eiginhagsmuni Vilhjálms sjálfs ekki. Því miður er því treyst að málsatvik séu gleymd og enginn nenni að andæfa rangindum um þetta. Vilhjálmur Þór bar sem stjórnarformaður formlega ábyrgð á einni ákvörðun um gjaldeyrislán milli fyrirtækja og deilda í Olíufélaginu hf. og Samb. ísl. samvinnufélaga en skylt var að leita og fá heimild hjá stjórnvöldum skv. þágildandi haftalögum. Alsiða var að slíkrar heimildar væri leitað eftir á, sum fyrirtæki tvisvar á ári, önnur oftar eða árlega. Ekki var leitað heimildar fyrir þessari ákvörðun. Lýsti dómarinn undrun yfir því enda auðsótt mál. En skömmu síðar hafði Vilhjálmur horfið af vettvangi til annarra starfa. Hann fylgdist því ekki með afdrifum málsins og treysti á að aðrir ábyrgir starfsmenn lykju málinu með lögmæltum hætti. Vilhjálmur vissi ekki af þessu broti fyrr en málarekstur hófst. Um var að ræða reglur um skilaskyldu gjaldeyris. Við brotinu lá einföld fjársekt og var það fyrnt skv. almennum reglum þegar málið kom til dóms. Löngu er tími til kominn að hætta að þrástaga um þetta og löngu komið mál að ásökunum og söguburði linni um þetta.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar