Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. október 2018 07:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00
Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47