Ráðherra vill leyfa böll og bingó á helgidögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Vantrú hefur staðið fyrir bingói á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira