Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 13:35 Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu. MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu.
MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15