Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 13:35 Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu. MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Björn Bragi Arnarsson skemmtikraftur, sem undanfarin árin hefur verið spyrill í þættinum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í Ríkissjónvarpinu, hefur sagt sig frá því starfi. Þetta kemur í kjölfar þess að myndbandsskeið af honum fór í mikla dreifingu í nótt en þar sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Fram hefur komið að mál hans séu til skoðunar hjá RÚV og nú hefur hann sem sagt ákveðið að stíga til hliðar. Hann greinir frá þeirri ákvörðun sinni í yfirlýsingu á Facebookvegg sínum. „Vegna þess atviks sem nú er til umræðu hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur. Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki. Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er. Ég hef rætt við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra og greint honum frá ákvörðun minni, sem hann virðir og styður. Ég hef átt fimm góð ár í hlutverki spyrils. Þátturinn mun halda áfram að blómstra með nýjum spyrli og því yndislega fólki sem vinnur að þættinum.“ Óhætt er að segja að málið hafi valdið verulegri ólgu á samfélagsmiðlum og hafa Birni Braga ekki verið vandaðar kveðjurnar, einkum af ungu fólki sem kallar hann öllum illum nöfnum. Birni Braga hefur, á Facebooksíðu sinni, borist ófáar stuðningsyfirlýsingar eftir að hann steig fram og lýsti yfir fullri ábyrgð á þessu athæfi sínu. Og hafa tæplega þúsund set læk við þá færslu.
MeToo Gettu betur Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15