Fengu rúmar fjórar milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið Jóhann Óli Eiðsson. skrifar 31. október 2018 06:30 Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Fréttablaðið Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira