Sjá fram á kreppu í veitingageiranum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2018 06:30 Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. Vísir/Vilhelm „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
„Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira