Sjá fram á kreppu í veitingageiranum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2018 06:30 Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. Vísir/Vilhelm „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
„Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira