„Það er ekkert stærra mál sem mannkynið þarf að fást við en loftslagsbreytingarnar“ Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 14:00 Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem hann ræddi Arctic Circle ráðstefnuna, Hringborð norðurslóða, en þar koma saman um tvö þúsund fulltrúar frá 50 ríkjum heimsins og ræða málefni norðurslóða. Ráðstefnan er haldin í Hörpu í október hvert ár og er þetta í sjötta skiptið sem ráðstefnan fer fram. Ráðstefnan er stærsti vettvangur alþjóðlegrar umræðu um málefni norðurslóða og koma þar saman vísindamenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og fulltrúar frumbyggja ásamt öðrum áhugamönnum um málefnið. Ólafur Ragnar, sem er formaður Hringborðs norðurslóða, segir tilgang ráðstefnunnar vera að leiða saman fólk úr allskyns áttum sem tengjast málefninu og gefa þeim tækifæri á að deila hugmyndum sínum. Hann segir augu margra beinast að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga enda séu þær hvað mest sýnilegar á norðurslóðum. Hann segir lykilatriði í uppbyggingu ráðstefnunnar vera það að þar sitji allir við sama borð og þangað séu allir velkomnir burtséð frá deilumálum einstakra þjóða á alþjóðavettvangi og tilgangurinn sé að byggja upp árangursríka samvinnu. „Þetta er borð sem allir geta setið við,“ segir Ólafur. Eitthvað einstakt í loftinu á Íslandi Ólafur segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir ráðstefnuna og það hafi margsinnis sannað sig. Harpan sé einstakt ráðstefnuhús og hér sé öðruvísi andrúmsloft en leiðtogar heimsins hafi kynnst áður. Friðsælt andrúmsloft og samfélagið sjálft eigi stóran hlut í því og nefnir þar leiðtogafund Ronald Reagan og Gorbachev sem dæmi. Hann segir það skipta máli hversu hve lítil þörf er á gæslu og viðbúnaði í kringum embættismenn, það hafi góð áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja landið og því sé auðvelt að mæta hingað til lands og ræða málin. „Það var eitthvað í andrúmsloftinu á Íslandi, þessu litla friðsæla landi, þar sem forsetinn og ráðherrar labba um án þess að vera með nokkra lífverði eða gæslu sem gerir það að verkum að menn koma hingað með opnari huga,“ segir Ólafur. Ekki bara vísindamenn sem eiga að tala um loftslagsbreytingar Þá segir Ólafur Ragnar loftslagsbreytingar vera stærsta mál sem mannkynið þurfi að kljást við. Það sé ekki einungis vísindamanna að tala um þær heldur verði ráðamenn og almenningur um allan heim að horfast í augu við ástandið og bregðast við. Þá segir hann áhuga heimsins á norðurslóðum í þessu samhengi skýrast af því að það sem gerist hér hefur áhrif á allan heim og má nefna þar bráðnun jökla. „Ef um það bil fjórðungur af Grænlandsjökli bráðnar þá hækkar sjávarborð um allan heim um tvo metra,“ segir hann og nefnir ríki eins og Kíríbatí, Arabísku furstadæmin og Singapúr í því samhengi, en Kíríbatí er um tvo metra yfir sjávarmáli. „Ef ísinn heldur áfram að bráðna á norðurslóðum þá verður Singapúr eða Arabísku furstadæmin ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.“ Aðspurður hvort hann sé svartsýnn framhaldið segir Ólafur vera raunsæismaður og því sé svarið bæði já og nei. „Ég hef þá trú að við séum að sjá öldu breytinga í áttina að hreinni orku sem muni hafa afgerandi áhrif á loftslag jarðarinnar og framtíðina.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira