Blóðugir kjördagar í afgönsku kosningunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:45 Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Myndin er tekin við kjörstað í gær. vísir/epa Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Afganistan um helgina. Upphaflega átti kjörfundur aðeins að fara fram á laugardag en vegna vankanta við framkvæmd kosninganna var hann framlengdur fram á sunnudag. Tæplega níu milljónir Afgana voru á kjörskrá og gátu þeir valið milli 84 mismunandi stjórnmálaflokka. Kjörstaðir voru rúmlega fimm þúsund víðsvegar um landið og kjördeildirnar ríflega fjórfalt fleiri. Kosið var um 250 sæti í fulltrúadeild þingsins en þar af er ríflega fjórðungur frátekinn fyrir konur. Þriðjungur kjörskrárstofns voru kvenmenn. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö á laugardagsmorgni og stóð til að þeim yrði lokað klukkan fjögur að staðartíma sama dag. Því var hins vegar slegið á frest þar sem hnökrar voru á framkvæmd kosninganna. Kjörstjórnarmenn mættu seint til vinnu og þá virkaði rafrænt kosningakerfi ekki sem skyldi. Tíðar árásir á frambjóðendur, kjörstaði og hús sem hýstu kjörgögn settu svip sinn á kosningarnar en minnst tíu frambjóðendur týndu lífi í slíkum árásum. Þá féllu minnst átján borgarar og 25 særðust til viðbótar í árás á kjörstað í höfuðborginni Kabúl. Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði við fréttastofu Al Jazeera að minnst 27 hefðu farist og meira en hundrað særst á kjördag. Sextíu manns, sem grunaðir eru um að hafa reynt að svindla í kosningunum, voru handteknir. Yfirkjörstjórn landsins mun kunngjöra úrslit í síðasta lagi 20. desember en talning atkvæða tekur oft langa stund í landinu.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira