Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:15 Sem stendur er leitað að líki Khashoggi í Belgrad-skógi en sá er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Istanbúl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“