Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2018 09:15 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna „Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira