„Lagðist bara í sófann og fór að gráta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. október 2018 16:15 „Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira