Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 23:07 Trump ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála. Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45