Fótbolti

Lopetegui sannfærður um að geta snúið gengi Real Madrid við

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alvöru pressa á þessum
Alvöru pressa á þessum vísir/getty
Julen Lopetegui er enn í starfi sem knattspyrnustjóri Real Madrid en margir af stærstu fjölmiðlum heims fullyrtu að hann yrði látinn taka pokann sinn í gær.

Það var því rafmagnað andrúmsloft þegar Lopetegui mætti, venju samkvæmt, á blaðamannafund í gærkvöldi í aðdraganda leiksins gegn Viktoria Plzen í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 

Hann talaði um að það væri engan bilbug á sér að finna þrátt fyrir umræðuna í kringum framtíð hans og kveðst sannfærður um að geta snúið gengi liðsins við.

„Ef þið reiknuðuð með að sjá niðurbrotinn og beygðan þjálfara eruð þið ekki að horfa í rétta átt. Þvert á móti er ég fullur metnaðar og spenntur. Ég get ekki beðið eftir að vinna leikinn á morgun (í kvöld) með því að spila frábæran fótbolta,“ sagði Lopetegui.

„Það sem ég hef lært um þetta félag er að hér berjast menn. Það er í DNA þessa félags og það er það sem við munum gera. Allt liðið og allt þjálfaraliðið mun berjast til síðasta blóðdropa,“

„Við vitum að úrslitin hafa ekki verið frábær en við munum snúa genginu við,“ sagði Lopetegui.

Leikur Real Madrid og Viktoria Plzen hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Real er með þrjú stig eftir tvo leiki. Sigur gegn Roma í fyrstu umferð en tap gegn CSKA Moskvu í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×