Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 12:11 Lengi hefur verið rætt um framtíð Kelly í Hvíta húsinu. Trump forseti er sagður nær hættur að hlusta á ráðgjöf starfsmannastjórans. Vísir/AFP Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Sjá meira
Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49