Bakkavör innkallar hundruð tonna af mat í Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2018 13:04 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira