Bakkavör innkallar hundruð tonna af mat í Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2018 13:04 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira