Bakkavör innkallar hundruð tonna af mat í Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2018 13:04 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira